Ríkasti maður Kína, Wang Jianlin, hefur fengið tvo fjárfestingabanka til að kaupa fyrirtæki í hótelrekstri. Hann áformar að fyrirtækin verði einkum í Bandaríkjunum.

Fjárfestingafélag hans Dalian Wanda Group hefur i hyggju að kaupa hótel í allt að 10 stórborgum víðsvegar um heiminn. Þar á meðal eru hótel sem eru í byggingu í Lundúnum og New York.

Í samtali við Bloomberg veituna vildi Wang ekki nefna hvaða fjárfestingabanka hann hefði samið við né heldur hvaða fyrirtæki stendur til að kaup. Hann sagðist þó hafa verið í viðræðum við fjölda aðila undanfarið ár.