Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,97% og er 8.170 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.  Þetta er í takt við það sem gerðist á Norrænum hlutabréfamörkuðum. Veltan nam 9,1 milljarði króna.

"Opnunin var í takt við væntingar fjárfesta vegna lækkana í Bandaríkjunum á föstudag og Asíu í nótt," segir greiningardeild Landsbankans.

FL Group lækkaði um 4,36%, Exista lækkaði 3,67%, Kaupþing lækkaði um 2,46%, Össur lækkaði um 1,88% og Glitnir lækkaði um 1,59%.

Gengi krónu veiktist um 1,28% og er 116,4 stig.