Þó áhætta vegna veikrar stöðu Íbúðalánasjóðs fjalli á ríkissjóðs geta afleidd áhrif skipt máli fyrir fjármálastöðugleika. Þetta kemur fram í nýju riti Fjármálastöðugleika sem Seðlabankinn kynnti í dag.

Sigríður Benediktsdóttir, sviðsstjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans, segir stöðu sjóðsins veika og mikilvægt að finna á henni lausn. Hún hefur ekki áhyggjur af vaxandi eftirspurn eftir óverðtryggðum lánum hjá viðskiptabönknunum en segir þó að vel sé fylgst með þróun mála.