Tillaga ríkisstjórnarinnar, þess efnis að nýtt Icesave frumvarp yrði lagt fram á Alþingi í dag, var fellt við upphaf þingfundar í dag þegar kosið var um afbrigði.

Alls greiddu 29 þingmenn atkvæði meðtillögunni er 23 þingmenn stjórnarandstöðu kusu með tillögunni. Alls þarf 2/3 atkvæða til að samþykkja afbrigði við flutning frumvarpa.

Samkvæmt þingsköpum þurfa að líða tveir sólarhringar frá því að frumvarpi er dreift til þingmanna þangað til það er lagt fram með formlegum hætti. Alþingi samþykkir þó oft afbrigði frá þeirri reglu.