Íbúðalánasjóður er ekki lengur á lista yfir kerfislega mikilvæga eftirlitsskyldaaðila. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu. Fjármálastöðugleikaráð staðfesti tillögu frá kerfisáhættunefnd um að taka Íbúðalánasjóð af listanum.

ÍLS hefur verið á lista yfir kerfislega mikilvæga eftirlitsskylda aðila frá því í apríl 2015 þegar fyrst var byrjað að skilgreina þá. Þeir sem nú eru eftir á listanum eru: Arion banki, Landsbankinn og Íslandsbanki.

Ástæðurnar fyrir þessari ákvörðun voru meðal annars þær að hlutverk hans sem lánveitanda hefur minnkað verulega undanfarin misseri. og töluverðar breytingar hafa verið gerðar á starfsemi sjóðsins.