Indverjar hafa bannað allan útflutning á öllu hráefni, tækjum og tækni sem gæti verið notað til þróa enn frekar kjarnorkuáætlun Írana, sagði viðskitptaráðherra landsins á miðvikudaginn. Á síðasta ári voru tvö indversk fyrirtæki fundin sek um að hafa veitt Írönum slíka tækniaðstoð og voru þau í kjölfarið beitt refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjastjórnar.

Ákvörðun indverskra stjórnvalda kemur á sama tíma og Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) birtir skýrslu sína til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um kjarnorkuáætlun Írana.

Búist er við því að þar muni verða staðfest að Íranar hafi ekki farið að fyrri ályktun öryggisráðsins um að hætta allri auðung úrans, sem í kjölfarið gæti orðið til þess að ráðið muni samþykkja enn frekari viðskiptaþvinganir gegn stjórnvöldum í Teheran.