Neðri deild Dúmunnar, rússneska þingsins, hefur samþykkt með miklum meirihluta samning um að innlima Krímskagann. Efri deildin mun greiða atkvæði um innlimunina á morgun.

Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram á sunnudaginn á Krímskaga um sama mál og samþykkti meirihluti Krímverja innlimunina. Úkraínumenn, Evrópusambandið og Bandaríkjamenn telja aftur á móti að sú atkvæðagreiðsla sé ólögleg.

Vladimir Pútin, forseti Rússlands, undirritaði svo á þriðjudaginn samninginn sem þingið í Rússlandi er núna að greiða atkvæði um.