Tískuvöruverslunarkeðjan Jane Norman, sem er að mestu leyti í eigu Baugs, hefur opnað verslun í York á Englandi, nánar tiltekið í Coney Street, helstu verslunargötunni í York. Tólf manns starfa í versluninni að því er segir í frétt á heimasíðu Baugs.  „Við erum í sjöunda himni með þessa nýju verslun okkar í York,“ sagði talskona Jane Norman við opnunina í dag. „Hingað til hafa viðskiptavinir okkar í York þurft að fara til Hull eða Leeds eftir vörumerkinu. Það heyrir nú sögunni til,“ er haft eftir henni í frétt á heimasíðu Baugs.

Rekstrarhagnaður bresku tískuvöruverslunarkeðjunnar Jane Norman, sem er að mestu leyti í eigu Baugs, nánast tvöfaldaðist milli ára, samkvæmt frétt breska dagblaðsins Telegraph.

Veltan síðasta réikningstímabils jókst um 89% í 132,6 milljónir punda.

Baugur gekk frá kaupum á félaginu sumarið 2005.

Jane Norman var stofnað árið 1952 af Norman Freed og stílar markaðssókn sína á konur í aldurshópnum 15-25 ára.