Hitaveita Egilsstaða og Fella og Jarðboranir hafa undirritað samning um borun nýrrar jarðhitaholu á núverandi virkjunarsvæði hitaveitunnar við Urriðavatn. Með framkvæmdinni er Hitaveitan að bregðast við mikilli uppbyggingu á svæðinu, en bygging álvers á Reyðarfirði ásamt framkvæmdum við Kárahnjúka hefur haft mjög jákvæð áhrif á byggðamál á Héraði. Mikil bjartsýni ríkir á svæðinu og nefna má að um 400 lóðum hefur verið úthlutað undir íbúðir á veitusvæði hitaveitunnar.

Standist nýja holan þær væntingar sem til hennar eru gerðar, mun Hitaveitu Egilsstaða og Fella verða kleift að mæta fyrirsjáanlegri aukningu á þjónustuþörf á svæðinu auk þess að stuðla að enn frekara öryggi í rekstri veitunnar.

Guðmundur Davíðsson, framkvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella, er ánægður með samninginn og væntir þess að framkvæmdin reynist gjöful. ?Það er auðvitað mjög mikilvægt að Hitaveitan geti lagt sitt af mörkum til þess mikla vaxtar sem við blasir", segir Guðmundur. Bent. S. Einarsson, forstjóri Jarðborana, segir að það sé félaginu mikið ánægjuefni að taka þátt í áframhaldandi nýtingu jarðhita þar eystra með þeirri aukningu lífsgæða, hagræði og möguleikum til verðmætasköpunar sem henni fylgja.

Íslenskar orkurannsóknir hafa valið jarðhitaholunni stað og er henni ætlað að skera nærri lóðrétt vatnsleiðandi sprungubelti, sem liggur undir Urriðavatni, á 900 ? 1000 m dýpi. Jarðhitaholan verður staðsett á bakka Urriðavatns og stefnuboruð inn undir vatnið. Með stefnuborun er mögulegt að stýra nákvæmlega halla og stefnu meðan á borun stendur. Holan verður boruð lóðrétt í 500 m en þar verður stefnuborað inn undir Urriðavatn. Áætlaður verktími er um 5 vikur og er gert ráð fyrir að verkinu ljúki fyrir mitt sumar.

Áður hafa verið boraðar 9 jarðhitaholur á jarðhitasvæðinu við Urriðavatn. Hola 1 var boruð í 116 m. dýpi árið 1963 og hola 9 í 1841 m. árið 2001. Holur 8 og 9 eru aðalvinnsluholur Hitaveitu Egilsstaða og Fella og hefur sú fyrrnefnda gefið nægilegt magn 75°C heits vatns til að standa undir rekstri hitaveitunnar allt frá því hún var boruð árið 1983 og þar til hola 9 var tengd við veitukerfið tuttugu árum seinna. Vonir standa til að eftir að nýja holan bætist verktími er um 5 vikur og er gert ráð fyrir að verkinu ljúki fyrir mitt sumar.

Áður hafa verið boraðar 9 jarðhitaholur á jarðhitasvæðinu við Urriðavatn. Hola 1 var boruð í 116 m. dýpi árið 1963 og hola 9 í 1841 m. árið 2001. Holur 8 og 9 eru aðalvinnsluholur Hitaveitu Egilsstaða og Fella og hefur sú fyrrnefnda gefið nægilegt magn 75°C heits vatns til að standa undir rekstri hitaveitunnar allt frá því hún var boruð árið 1983 og þar til hola 9 var tengd við veitukerfið tuttugu árum seinna. Vonir standa til að eftir að nýja holan bætist við muni þessar þrjár jarðhitaholur gera HEF kleift að mæta hinni miklu uppbyggingu auk þess að stuðla að auknu rekstraröryggi.