M. Kristinsson Danmark A/S, sem er í eigu Magnúsar Kristinssonar eiganda Toyota á Íslandi, hefur fest kaup á danska fyrirtækinu Krogsgaard Jensen, stærsta söluaðila Toyota í Danmörku. Magnús Kristinsson og Kresten Krogsgaard-Jensen, undirrituðu samninga þessa efnis í dag segir í frétt félagsins.

Krogsgaard-Jenssen seldi um 1560 nýja bíla í fyrra sem er um 8% af nýskráðum Toyota bifreiðum í Danmörku. Toyota á Íslandi seldi 5285 nýja bíla á síðasta ári.


Krogsgaard-Jensen er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem hefur selt Dönum bíla í þrjár kynslóðir. Er fyrirtækið stærst og umsvifamest af þeim 30 fyrirtækjum sem selja Toyota bifreiðar í Danmörku á alls 70 stöðum um land allt. Velta fyrirtækisins nam um 5 milljörðum íslenskra króna í fyrra og eru starfsmenn um 130 talsins.


M. Kristinsson Danmark A/S eignast 80% í danska fyrirtækinu og fylgja sýningarsalir, verkstæði, og lagerar með í kaupunum. Þá mun fyrirtæki Magnúsar eignast 100% í fasteignafélagi KKJ Ejendommen, og fasteignum sem eru í eigu Krogsgaard Holding. Helstu stjórnendur munu starfa áfram hjá fyrirtækinu. Kaupverðið er trúnaðarmál.

Straumur Danmark hafði milligöngu um viðskiptin og Landsbanki Íslands sá um fjármögnun