Vísitala launa hækkaði um 0,3% í janúar frá mánuðinum á undan og hefur hækkað um 5,0% á síðustu tólf mánuðum.

Kaupmáttur launa hefur hækkað mun minna vegna verðbólguáhrifa, en í janúar hækkaði hann um 0,1% frá mánuðinum á undan. Á síðustu tólf mánuðum hefur kaupmáttur aukist um 0,8%, samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Vísitala launa var í janúarmánuði 439,12 stig, en var 418,2 stig í janúar 2012.