Alþjóðleg þjónustukönnun alþjóðasamtaka flugvalla raðar Keflavíkurflugvelli meðal bestu flugvalla í Evrópu. Íslenska flughöfnin deilir þriðja sætinu með Kaupmannahafnarflugvelli, Heathrow í London og flugvöllunum í Vín og Porto.

Í fyrsta sætinu eru þrír rússneskir flugvellir, Sheremetyevo í Moskvu, Pulkovo í Sankti-Pétursborg og flugstöðin í Ólymíuborginni Sochi. Öðru sætinu deila flugvellirnir í Prag, Zurich, Dublin og á Möltu.

Könnunin náði yfir alla þætti ferðarinnar um flugvöllinn, þ.m.t. innritun, öryggisleit, þjónustu í verslunum og veitingastöðum, vegabréfaeftirlit, tollskoðun og aðra þjónustu.

Flugvöllurinn var í fyrsta sæti árin 2009, 2011 og 2015.