Írska ferjan Oileain Arann var mjög illa farin sökum lélegs viðhalds árum saman en samt töldu menn raunhæft að kaupa hana til Grímseyjarsiglinga.

Kaupverð og endurbyggingarkostnaður Grímseyjarferjunnar Sæfara var 532,2 milljónir króna eða nærri 333% umfram það sem upphaflega var áætlað.

Í skýrslu Vegagerðarinnar kemur fram að vitað var að Ferjan hafði verið tekin úr klassa Loyd's við skráningu á Írlandi og uppfyllti ekki kröfur um siglingu við aðstæður eins og þekkjast við Grímsey.

Áætlaður viðgerðarkostnaður sem kynntur var yfirvöldum reyndist líka verulega vanmetinn.

Eftir kaupin kom svo í ljós að skipið var mun verr farið en áætlað hafði verið.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu á morgun. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .