Norski bankinn Sparebank skilaði 521 milljónar norska króna hagnaði á fyrri helmingi ársins, en bankinn skilaði árshelmingsuppgjöri í dag. Afkoma kjarnastarfsemi batnaði um 30%, og arðsemi eigin fjár var 13,2%.

Norski bankinn Sparebank skilaði 521 milljónar norska króna hagnaði á fyrri helmingi ársins, en bankinn skilaði árshelmingsuppgjöri í dag.

Afkoma kjarnastarfsemi batnaði um 30%, og arðsemi eigin fjár var 13,2%.

Terje Vareberg, forstjóri Sparebank, segir í tilkynningu að aukning í vaxtatekjum og starfsemi á fyrirtækjasviði séánægjuefni.

Sparebank er sú fjármálastofnun sem hefur einna mesta markaðshlutdeild í suður- og vesturhluta Noregs.