Hollenska flugfélagið KLM mun taka í notkun nýjar og glæsilegar Boeing 787-9 farþegaþotur í október nk. Þetta er stór liður í endurnýjun flugflota KLM.

Innanrými vélanna er mjög vel og nútímalega hannað og allt gert til að auka þægindi og vellíðan farþega í flugi. Í Business farrýmum vélanna verða kynnt til sögunnar ný og sérlega þægileg World Business Class sæti sem hægt er að halla alveg niður þannig að farþega geta legið í sætunum eins og í rúmi. Hægt er að snúa sætunum að gangi vélanna sem auðveldar mjög aðgengi farþega að ganginum.

Hægt verður að halla sætum á almennu farrými 40% meira en venja er í dag. Þá verður í boði nýtt afþreyingarkerfi og Wi-Fi fyrir alla farþega í nýju vélunum. Boeing 787-9 vélarnar eru með stærri gluggum en áður og innanrýmið er með LED ljósum. Nýju vélarnar eiga að minnka CO2 mengun um allt að 20%. Áætlað er að fyrsta áætlunarflug

KLM er í samstarfi við Icelandair og sérstök samstarfsfargjöld bjóðast hjá flugfélaginu fyrir farþega Icelandair.