Vandræðin virðast ekki ætla að snúa baki við Rod Blagojevich, fyrrverandi ríkisstjóra í Illinois. Hann var handtekinn í desember fyrir þremur árum vegna gruns um tilraun til að selja öldungardeildarþingsæti Barack Obama og var í kjölfarið sparkað úr stóli ríkisstjóra.

© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Hann var í sumar fundinn sekur um spillingu, þar á meðal fyrir að hafa reynt að kúga fé út úr yfirmanni sjúkrahús og segja lögreglu ósatt við rannsókn málsins. Rætt hefur verið um að hann geti átt yfir höfði sér allt að 300 ára fangelsisdóm þótt 15 til 20 ár séu mun líklegri. Dómur fellur í málinu í dag.

Ríkisstjórinn fyrrverandi, sem sat áður í fulltrúadeild bandaríska þingsins, hefur upp á síðkastið reynt að selja húsið sitt, 13 herbergja villu. Kona hans, sem er fasteignasali, hefur reynt að selja húsið síðan í október og hafa hjónin vonast til að fá tæpa 1,1 milljón dala fyrir það, jafnvirði rétt tæpra 130 milljóna króna. Áhuginn á villum hefur lítill við núverandi efnahagsaðstæður og hefur veriðmiðinn verið lækkaður niður í rétt tæpa milljón dali.

Kona Blagojevich sagði í samtali við netútgáfu Chicago Tribune í gær þau ekki búin að ákveða hvert þau ætli að flytja. Það eina sem liggi fyrir sé að þau vilji minnka við sig.