Nokkuð hægði á fasteignaviðskiptum eftir síðustu áramót. Um miðjan desember var mesta velta sem hefur verið á fasteignamarkaði frá hruni en hún minnkaði strax í árbyrjun 2013 og þá sérstaklega í febrúarmánuði. Mánuðina fyrir alþingiskosningarnar sem fram fóru í lok apríl stóð fasteignaverð nokkurn veginn í stað en svo hækkaði það meira á milli apríl og maí en það gerði á öllu tímabilinu frá nóvember til apríl.

Markaðsaðilar bentu margir á það í aðdraganda kosninga að kosningaloforð og umræða um skuldaniðurfellingar og annað gætu orðið til þess að fasteignaeigendur sætu á sér með sölu og biðu heldur úrlausnar sinna mála. Hvort áhrifin voru eins mikil og sumir gerðu í skóna skal ekki sagt en ljóst er að á síðustu mánuðum hefur verið heldur rólegt yfir fasteignamarkaðinum, raunar eins og hagkerfinu almennt hér á Íslandi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.