Kostnaður Íbúðalánasjóðs við að afnema verðtrygginguna aftur í tímann allt til ársins 2008 yrði um 355 milljarðar króna. Afnám verðtryggingar í framtíð yrði tjónið enn meira, samkvæmt útreikningum Viðskiptablaðsins.

Til að skoða kostnað afnáms verðtryggingar í fortíð voru vextir og verðbætur vexti og verðbætur Íbúðalánasjóðs frá árinu 2008 skoðaðar, en forsendur eru m.a. að vextir hvers árs séu 4,5% af stöðu útlána í upphafi ársins, afgangurinn væri verðbætur. Fyrir árið 2012 eru forsendur þær að verðbætur jafngiltu verðbólgu ársins ofan á stöðu útlána í upphafi ársins. Miðað við þessa aðferð eru uppsafnaðar verðbætur frá upphafi árs 2008 262 milljarðar.

Kostnaðurinn við að afnema verðtrygginguna frá hruni er því 262 milljarðar. Ef við gefum okkur svo að verðbætur hafi numið 20% af útlánastabba sjóðsins í ársbyrjun 2008, sem er varfærið mat, þá eru það 93 milljarðar til viðbótar. Afnám verðtryggingar í fortíð kostar skattgreiðendur því a.m.k. 355 milljarða.