Gengi krónunnar styrktist um 1,35 prósent í dag og stendur gengisvísitalan nú í 236,5 stigum.

Mestu munaði um sölu Landsbankans á 7,5 prósent hlut í sænska innheimtufyrirtækinu Intrum Justita. Heildarsalan nemur vel á 10 milljarð króna og hefur sá peningur sem fékkst fyrir söluna verið að koma inn í hagkerfið í dag, og valdið styrkingu að mestu, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Gengi Bandaríkjadals er nú 123,5 krónur og evru 184 krónur.