Gengi krónu veiktist um 0,5% og er 126,96 við lok dags. Þetta er fjórði dagurinn í röð sem krónan veikist, að sögn greiningardeildar Landsbankans.

?Engar sérstakar fréttir liggja að baki sveiflunum í dag frekar en undarfarna daga og því erfitt að skýra þróunina á annan hátt en að tímabundin svartsýni hafi gripið um sig á gjaldeyrismarkaði,? segir greiningardeildin.