Gengi krónunnar hefur veikst um 2,44% það sem af er degi og er gengisvísitala hennar 129,54 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka en gjaldeyrismarkaðurinn opnar klukkan níu að morgni alla virka daga.

Sérfræðingar sem Viðskiptablaðið ræddi við segja að þetta sé fyrst og fremst viðbrögð við því að matfyrirtækið Standard & Poor's hefur breytt lánshæfishorfum ríkissjóðs í neikvæðar úr stöðugum. Hins vegar breytir fyrirtækið ekki AA-mínus lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins og staðfestir hana.

Þá segja sérfræðingar ómögulegt að segja fyrir um hvernig gengi krónunnar muni þróast í dag.