Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), varar við verndunarstefnu sem að margir stjórnmálamönnum heimsins tala fyrir. Hún telur það nauðsynlegt fyrir stjórnmálamenn að ýta undir milliríkjaverslun — en reyni ekki að draga úr henni. Frá þessu er sagt í frétt Financial Times.

Líklegt er að orð Lagarde séu ætluð stjórnmálamönnum á borð við Donald Trump, forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum, sem vilja skera herör gegn alþjóðavæðingu í viðskiptum.

Lagarde telur enn fremur að með því að draga úr milliríkjaviðskiptum þá gæti það haft gífurlega neikvæð áhrif á vöxt í heiminum og að það gæti komið sérstaklega niður á þeim sem verst standa. Ef að ríki taki upp verndarstefnu þá gæti það komið niður á ríkjum heimsins.