Landsbankinn hefur aukið hlut sinn í Íslandsbanka úr 3,44% í 5,80%, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Talsmaður Kauphallarinnar segir viðskiptin ekki tengd samruna Straums og Burðaráss.

Sameinaður Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hefur óskað eftir því að halda eignarhlut sínum umfram 20% í Íslandsbanka. Eftir sameininguna er hluturinn rúmlega 26%. Atkvæðiðisréttur Straums-Burðaráss nemur rúmlega 19%. Fjármálaeftirlitið er með málið til meðferðar.

Við samrunann við Burðarás jókst hlutur sameinaðs banka í Íslandsbanka um 7,2%. Fjárfestingafélagið Grettir, sem tengist Landsbankanum, á um 16,3% hlut í Straumi-Burðarási og Luxemborgararmur Landsbankans er með um 7,5% hlut.

Eftir viðskiptin í dag eru 761.275.071 krónur að nafnvirði í eigu Landsbankans. Þar af eru 748.000.000 krónur að nafnvirði vegna í framvirkra samninga.