Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segist gefa lítið fyrir svör Landsbankans um að hafna því að veita frek­ari upp­lýs­ing­ar um þá ákvörðun að byggja höfuðstöðvar bank­ans við Aust­ur­höfn í Reykja­vík. Þetta segir hann í samtali við mbl.is .

Elliði kveðst fagna því að Landsbankinn hafi ítrekað að málið sé nú til endurskoðunar hjá bankanum. Það komi honum hins vegar á óvart að starfsmenn bankans og stjórn hans skuli í bréfi sínu sniðganga spurningu sem Vestmannaeyjabær beindi til þeirra.

„Þá teldi ég eðli­leg­ast að þessi banki okk­ar lands­manna allra birti ein­fald­lega svör við þess­um spurn­ing­um og veiti okk­ur öll­um eig­end­um, sem eru all­ir lands­menn, aðgengi að þeim gögn­um sem hafa verið unn­in vegna þessa máls,“ seg­ir Elliði í samtali við mbl.is.

Þá kveðst Elliði vera ósammála því að ekki sé ástæða til að fjalla um fyrirhugaða nýbyggingu á hluthafafundi. Segir hann það koma sér á óvart ef Bankasýslan, sem fer með eignarhlut ríkisins í bankanum, sé tilbúin að undirgangast það að stjórn bankans ákveði að halda ekki hluthafafund vegna málsins.

Hann segir það ekki skipta máli þótt byggingin hafi verið rædd á fyrri fundum, því nú sé málið til endurskoðunar. „Og hverj­ir eiga að end­ur­skoða það ef ekki eig­end­urn­ir?“