Í skýrslu OECD, Government at a Glance, er vikið að niðurstöðum sem birtust fyrst árið 2012, í könnun um laun ríkisstarfsmanna í ríkjum OECD. Athygli vekur að launagreiðslur til ríkisstarfsmanna á Íslandi árið 2011, ef miðað er við jafnvirðisgildi í Bandaríkjadollurum, voru talsvert undir meðaltali OECD-ríkjanna.

Munaði þar sérstaklega á launum einstaklinga í stjórnunarstöðum, en í hæstu stöðugildunum sem OECD skoðaði voru launin að meðaltali tvöföld í OECD-ríkjunum á við laun ríkisstarfsmannanna á Íslandi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .