Vegna fréttar í Viðskiptablaðinu í dag skal tekið fram að Þorsteinn Vilhelmsson er ennþá stjórnarformaður Atorku Group en af fréttinni mátti ráða að hann væri hættur stjórnarformennsku. Núverandi stjórn situr áfram í heild sinni þrátt fyrir að Atorka hafi fengið heimild kröfuhafafundar og hluthafafundar til að leita nauðamninga.

Einnig skal tekið fram að Þorsteinn Vilhelmsson átti mest 28% í Atorku Group og hefur aldrei selt hlut í félaginu. Miskilningur blaðsins kemur til af því að hluturinn í Skessu var eignaður honum að fullu en Þorsteinn átti hann til helminga með Magnúsi Jónssyni fyrrverandi forstjóra Atorku.

Er beðist velvirðingar á þessu.

Ritstj.