Það eru raunar sjaldnast verulegar sveiflur í hlustun á útvarpsstöðvar, margir hlustendur eiga „sína stöð", sem þeir halda tryggð við, skipta kannski í fréttatímum.

Eins og áður hefur komið fram er þó verulegur munur á hlustun þegar litið er til aldurshópa, eins og sjá má að ofan, en þar er aðeins horft til þeirra stöðva, sem ná 10% hlustun í öðrum hvorum hópnum. Þar munar langmestu um hvað Rás 1 Ríkisútvarpsins er ákaflega háð eldri hlustendum, en sem sjá má hefur fólk undir fimmtugu hverfandi áhuga á henni.

Það hefur ágerst frekar en hitt og má segja að með hverri dánartilkynningu fækki um einn.