Lítil og meðalstór fyrirtæki (með færri en 250 starfsmenn) greiddu 2/3 heildarlauna í atvinnulífinu í fyrra eða um 366 milljarða króna. Heildarlaunagreiðslur í atvinnulífinu námu 555 milljörðum 2012. Í Þetta kemur fram í úttekt Hagstofunnar sem unnin var í tilefni Smáþings sem haldið verður á Hótel Reykjavík Nordica á fimmtudaginn.

Á þinginu verður stofnaður nýr vettvangur fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi undir merkjum Litla Íslands. Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök SA standa að þinginu en þar verða málefni lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi í kastljósinu.

Birtar verða tölur um umfang og mikilvægi smáfyrirtækja á Íslandi, framtakssemi Íslendinga verður mæld með hjálp Capacent og reynt verður að meta hversu mörg störf lítil og meðalstór fyrirtæki geti skapað á næstu 3-5 árum.