Fjárfestirinn og eigandi bandaríska körfuboltaliðsins Dallas Mavericks hefur verið kærður af fjármálaeftirlitinu vestanhafs fyrir innherjaviðskipti. Fyrir fjórum árum síðan nýtti Cuban sér innherjaupplýsingar og seldi 6,3% hlut í internetfyrirtækinu Mamma.com. Bloomberg greinir frá þessu í kvöld.

Árið 2004 sögðu stjórnendur Mamma.com Cuban í trúnaði frá því að þeir hygðust selja nýtt hlutafé í fyrirtækinu vel undir markaðsgengi. Cuban er sagður hafa reiðst við þau tíðindi og selt allt hlutafé sitt í fyrirtækinu innan fjögurra klukkustunda frá því honum bárust tíðindin. Cuban forðaði sér þar með frá tapi upp á 750 þúsund dollara.

Cuban neitar ásökunum og hyggst ætla að berjast gegn ákæruvaldinu af fullum krafti.