Markaðsverðbréf námu í lok maí 7.328 milljörðum króna og lækkuðu um 147 milljarða milli mánaða.

Þetta kemur fram á vef Seðlabankans.

Þar kemur fram að markaðsskuldabréf námu 4.293 milljörðum króna og lækkuðu um 5,6 milljarða frá fyrra mánuði.

Mest var lækkunin vegna gengistryggðra skuldabréfa banka og sparisjóða sem lækkuðu um 41,9 milljarða króna yfir mánuðinn.

Hlutabréf skráð í Kauphöll lækkuðu um 167 milljarða króna og námu 1.994,5 milljörðum í lok maí.