Martha Eiríksdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdarstjóri Kreditkorts ehf. Martha var deildarstjóri Europay International, nú MasterCard Europe, í Belgíu á árunum 1994-2000 og forstöðumaður Markaðssviðs Kreditkorts hf. á árunum 1990-1994.

Hún hefir einnig starfað sem ráðgjafi í stefnumótun í greiðslumiðlun og þróun nýrra greiðslukortalausna fyrir finnska, tyrkneska, bandaríska og íslenska banka, kortaútgefendur og aðra aðila.

Í tilkynningu frá félaginu segir að Martha hafi víðtæka reynslu á sviði markaðsmála og stjórnunar. Hún var yfirmaður viðskiptatengsla og markaðsmála hjá Landsneti frá 2003-2009 og framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Íslandssíma hf. frá 2001-2003. Þá var hún einnig markaðsstjóri Útvegsbankans um tveggja ára skeið.

Martha hefur setið stjórnum nokkurra fyrirtækja og má þar nefna Netorku hf., Kreditkort hf., Íslandsbanka hf og Icelandair Group hf. Frá árinu 2009 hefur Martha verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi og verkefnastjóri og m.a. unnið að ráðgjafaverkefnum á sviði ferðamála og orkunýtingar.

Martha er Cand Oceon frá Háskóla Íslands og B.Ed. frá Kennaraháskóla Íslands.

Martha tekur við af Viktori Ólasyni sem hefur ráðið sig sem forstjóri Tals.