Það er þannig með þessi fasteignafélög, að það eru sjaldnast einhverjar bombur á hverjum ársfjórðungi,“ segir Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Að hans mati voru uppgjör fasteignafélaganna Reita, Regins og Eikar nokkuð í takt við spár.

Viðskipti hófust með Reiti og Eik í Kauphöllinni í apríl síðastliðnum. Nokkuð samfelldur stígandi hefur verið í gengi hlutabréfa þessara félaga síðan í sumar og Reginn hefur einnig hækkað. Nokkrir þættir skýra hækkun fasteignafélaganna.

„Félögin eru að einhverju leyti verðtryggð, þetta eru hátt í 90% verðtryggðar tekjur,“ útskýrir Sveinn. „Þegar menn sjá einhverja verð- bólgu koma upp þá sjá menn það kannski sem jákvætt, þannig séð. Félögin eru reyndar með verðtryggðar skuldir, en á meðan verðbólgan er hófleg þá er það ekkert að skaða þau.“

Nánar er fjallað um málið í fylgiriti Viðskiptablaðsins, Úr kauphöllinni, sem kom út síðasta fimmtudag. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .