Hlutabréfamarkaðir í Evrópu tóku sína mestu lækkun í meira en tvo mánuði í liðinni viku. Síhækkandi olíuverð, sem náði 135 dollurum á tunnu í vikunni, veldur fjárfestum áhyggjum þess efnis að hagnaður flugfélaga og bifreiðaframleiðanda muni dragast hratt saman. Bloomberg segir frá þessu í dag.

Franska flugfélagið Air France hefur ekki fallið jafnmikið á markaði síðan í sömu viku og Tvíburaturnarnir í Bandaríkjunum urðu fyrir hryðjuverkaárás. En félagið tilkynnti í vikunni um sitt fyrsta ársfjórðungslega tap síðan 2003. British Airways tók að sama skapi skarpa dýfu. Bifreiðaframleiðendur lækkuðu einnig hressilega, en Porsche SE allra mest. Merrill Lynch mælti með sölu á bréfum í félaginu, en auk þeirra tíðinda breytti Ford jákvæðri afkomuspá sinni fyrir næsta ár í heldur neikvæða

Dow Jones Stoxx 600-vísitalan lækkaði um 3.3% í vikunni, sem er mesta vikulega lækkun síðan í mars. Frá ársbyrjun hefur vísitalan hækkað um 13%, en ótti við hækkandi orkuverð, meiri verðbólgu og tap upp á tæplega 400 milljarða dollara muni hamla hagvexti og hagnaðaraukningu.

Olíuverð hækkaði um meira en 5% í þessari viku, og hæsta verð fyrir tunnu var 135,09%, sem er hæsta verð sem fengist hefur fyrir olíu síðan virk viðskipti hófust árið 1983. Verðið hefur nú tvöfaldast á um það bil ári.