Þangað til um miðja öldina stefnir í að fjarlægja þurfi um 470 olíuborpalla, 5000 brunna, 10.000 km af pípum og um 40.000 steinsteypuklumpa úr Norðursjó. Búist er við að með lækkandi olíuverði og minnkandi afrakstri úr helstu vinnslusvæðum í Norðursjónum sé nú hafin eitt stærsta tiltektarverkefni sögunnar.

Olíuframleiðslan dregst saman

Í fyrsta skipti er breski olíuiðnaðurinn að loka fyrir og hætta notkun fleiri olíuborhola heldur en hann er að opna. Framleiðslan hefur minnkað um tvo þriðju síðan hann náði hámarki fyrir 16 árum síðan þegar hún jafngilti 4,5 milljónir olíutunnum á dag.

Varaforseti Halliburton í Bretlandi, Matt Bett segir að þó svona tiltekt hafi oft verið framkvæmd áður þá hafi aldrei sést neitt af þessum skala áður.