Hagnaður Afls á fyrri árshelming 2004 var 954 milljónir króna fyrir skatta og 799 milljónir króna eftir skatta. Arðsemi eiginfjár jafngildir 60,3% arðsemi á ársgrundvelli. Hagnaður á hlut var 0,48 þar af 0,32 innleystur. Um helmingur af hagnaði félagsins kom erlendis frá á tímabilinu en félagið innleystu nokkuð af erlendu sem og innlendu eignarstöðu sinni á fyrri árshelmingi. Miklar hækkanir hafa einkennt innlenda hlutabréfamarkað það sem af er ári sem skýrir að nokkru leiti góðan rekstrarárangur Afls á fyrri árshelmingi. Einnig hefur val á áhugaverðum fjárfestingarkostum erlendis skilað Afli góðri afkomu þrátt fyrir að erlendir markaðir hafi flestir lækkað það sem af er ári.

Hagnaður af rekstri Afls fjárfestingarfélags hf., á öðrum ársfjórðungi 2004 nam 265,1 millj. kr. Innleystur hagnaður tímabilsins nam 381,3 millj.kr. en óinnleystur hagnaður minnkaði um 116,2 millj. kr. vegna tilfærlsu milli innleysts og óinnleysts hagnaðar. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu 8,6% sem jafngildir 39,1% arðsemi á ársgrundvelli. Félagið seldi á ársfjórðungnum eignarhlut sinn í Granda hf. Landsbankanum hf. Singer and Friedlander plc. og Geest plc. Megnið af innleystum hagnaði félagsins á ársfjórðungnum skýrist af þessum viðskiptum.

Hlutafé félagsins var 1.690 millj. kr. í lok tímabilsins samanborið við 1.637 í lok árs 2003. Eigið fé nam samtals 3.773 millj. kr. í lok tímabilsins, samanborið við 3.087 millj. kr. í lok árs 2003. Eignir félagsins námu 4.616 millj. kr. en voru 3.736 í lok árs 2003. Skuldir félagsins námu 816 millj.kr. samanborið við 649 í lok árs 2003. Tekjuskattsskuldbinding félagsins er nú 268,3 millj. kr samanborið við 113,2 millj. kr í lok árs 2003.

Eiginfjárhlutfall félagsins í lok fyrsta ársfjórðungs var 82,3% samanborið við 82,6 % í lok árs 2003.