Starfsráðningar í Bretlandi á næstu þremur mánuðum gætu orðið þær umfangsmestu í sextán ár, ef marka má niðurstöður vinnumarkaðsrannsóknar ráðgjafarfyrirtækisins BDO fyrir júlí.

Samkvæmt frétt BBC um málið hafa ætlanir vinnuveitenda um að ráða nýtt starfsfólk á næstu þremur mánuðum ekki verið meiri síðan árið 1998.

Sérstaklega eru þjónustufyrirtæki áfram um að ráða nýtt starfsfólk á næstu þremur mánuðum. Talið er að störfum í Bretlandi muni fjölga talsvert það sem af er ári.

Bjartsýnisvísitala BDO, sem mælir væntingar til viðskiptalífsins næstu sex mánuði, var jafnframt sú hæsta í meira en ár.