*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 8. febrúar 2018 10:45

Mikilvægt að meirihlutinn virðist halda

Borgarstjóri vill halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi þó einn flokkurinn þurrkist út. Segir Sjálfstæðismenn klofna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

„Það sem er mikilvægast í þessu er að meirihlutinn virðist halda,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í tilefni nýrrar skoðanakönnunar Gallup sem birt var í Viðskiptablaðinu í morgun.

„Það er auðvitað ennþá langt til kosninga. Ég vonast til þess að jákvæð þróun haldi áfram fram á vor þegar fólk fer kannski að hugsa meira um borgarmálin eins og eðlilegt er í aðdraganda borgarstjórnarkosninga,“ segir Dagur, en Samfylkingin bætir við sig rúmum þremur prósentustigum frá könnun Viðskiptablaðsins í júní. 

Hann er þeirrar skoðunar að rétt væri að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. „Mér finnst það hafa gengið mjög vel og hvergi skugga borið á það. Því þætti mér eðlilegt að stefna áfram að því,“ segir Dagur, sem tæki núverandi meirihluta framyfir samstarf við Sjálfstæðisflokkinn sem bætir nokkuð við sig milli kannana. 

„Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið klofinn í fjölmörgum grundvallarmálum og ég á ekki von á öðru en að hann verði það bara áfram.“ Eyþór Arnalds leiðtogi Sjálfstæðismanna í borginni segir hins vegar í samtali við Viðskiptablaðið að hann haf fulla trú á því að meirihlutinn falli í kosningunum 26. maí næstkomandi. 

Segir hann kosningarnar munu snúast um það hvort umferðin í borginni sé betri eða verri en hún var fyrir fjórum árum, hvort auðveldara sé að eignast eða leigja húsnæði en fyrir fjórum árum og hvort árangur hafi náðst í skóla og velferðarmálum.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is