Viðskiptavild olíufélagsins N1 hefur verið færð niður um 7.000 milljónir króna og nær það aftur til ársreikningsins 2006. Eigið fé N1 nam þann 31. desember 2007 5.355 milljónum kr. samanborið við að vera neikvæð um 302 milljónir króna í árslok 2006.

Þessi breyting leiðir til þess að afkoma ársins 2006 var neikvæð um ríflega 6,8 milljarða króna en hafði áður verið jákvæð í bókum félagsins en sama ár keypti eignarhaldsfélagið BNT Olíufélagið hf.

Að sögn Hermanns Guðmundssonar, forstjóra N1, þá gera alþjóðlegir reikningsskilastaðlar ráð fyrir því að ef gerðar eru breytingar á uppgjörsaðferðum, eins og félagið var að gera, þá þurfi allar breytingar að skila sér í gegnum fyrra ár til þess að samanburður sé raunhæfur.

N1 birti uppgjör sitt í gær og sjá má frétt vb.is um það hér .