Í skýrslu Hagfræðideildar Landsbankans um ferðaþjónustuna er velt upp þeirri spurningu hvort nauðsynlegt sé að skattleggja ferðaþjónustu sérstaklega til að byggja upp innviði hennar.

„Þrátt fyrir vísbendingar um vantaldar tekjur og undan skot frá skatti hafa skatttekjur ríkisins af ferðaþjónustu gegnum virðisaukaskattinn aukist verulega á síðustu árum vegna aukinnar veltu í ferðaþjónustu," segir í skýrslunni. „Miðað við 7% skattprósentu, og 25,5% af bílaleigum, námu heildar virðisaukaskatttekjur af þessari starfsemi samtals 56,5 milljörðum króna á árunum 2009-2014. Sé gengið út frá því að veltuaukningin sé einkum tilkomin vegna fjölgunar ferðamanna voru virðisauka skatttekjur ríkissjóðs ríflega 5,7 milljörðum meiri árið 2014 en 2009. Þá eru ekki meðtaldar aðrar skatttekjur svo sem áfengisgjald, bensíngjald og virðisaukaskattur á eldsneyti sem ferðamenn greiða til jafns við aðra.

Í ljósi umræðunnar um hvernig fjármagna eigi grunngerð og innviði ferðaþjónustunnar, t.d. um náttúrupassa eða gistináttagjald, er sú spurning auðvitað áleitin til hvers þurfi að tala um sérstaka skattlagningu sem tengist ferðaþjónustu.

Skapar greinin sjálf ekki nú þegar nógu miklar skatttekjur til þess að standa undir nauðsynlegum framkvæmdum og þjónustu sem tengjast henni sjálfri? Af hverju þarf að búa til séreyrnamerktan skatt eða gjaldtöku fyrir þessa atvinnugrein þegar þess hefur aldrei verið þörf fyrir aðrar greinar?"

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .