Lögmennirnir Grétar Dór Sigurðsson, Jóhannes Stefán Ólafsson og Agnar Þór Guðmundsson sýndu að kraftar þeirra nýtast ekki bara í dómsölum þegar þeir höfnuðu í þriðja, fimmta og sjötta sæti í sínum flokkum á Íslandsmeistaramótinu í bekkpressu á dögunum.

Grétar lyfti 120 kg en Jóhannes og Agnar lyftu báðir 130 kg. Dýri Kristjánsson, sjóðsstjóri hjá Stefni, lenti svo í 3.-4. sæti í sínum flokki með 132,5 kg lyftu, en Dýri sigraði í flokknum í fyrra. Allir keppa þeir fyrir Kraftlyftingafélag Seltjarnarness — Zetora.