„Þetta eru mjög sláandi tölur,“ segir Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, í samtali við Fréttablaðið .

Þar kemur fram að verð til framleiðenda svínakjöts hafi lækkað um 8,9% á síðustu tveimur árum, en verð á unnu svínakjöti úr búð hefur hins vegar hækkað um 8,5% á sama tíma. Til samanburðar hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4% á sama tímabili.

Hörður segir ljóst að matarskatthækkun skýri ekki þessa þróun.

„Þá er spurningin sú hverjir bera sökina á þessari verðhækkun? Það er alveg klárlega ekki bóndinn, því verðið til hans hefur lækkað. Eftir að varan fer frá bóndanum fer hún til meðferðar hjá kjötvinnsluaðilanum og síðan versluninni. Og það er annar hvor þessara eða báðir sem verða til þess að verðið til neytenda hækkar eins og tölur sýna,“ segir Hörður.