Talsvert hefur verið fjallað um félagsmiðla og hvernig þeir fara með persónugreinanlegar upplýsingar um notendurna. Ekki síst hafa augu manna þar beinst að Facebook, sem virðist leika tveimur skjöldum í þessum efnum og með hvorugan hreinan.

Áhyggjur notendanna eru hins vegar mjög mismiklar. Hinir ýmsu félagsmiðlar njóta mismikils trausts að þessu leyti, en fyrst og síðast eru það þó notin, sem notendurnir gera greinarmun á. Líkt og sést að ofan vilja þeir gjarnan sérsniðna þjónustu, en vilja ekki sjá áróður.