Ríkisskattstjóri hefur lagt til að notkun skattkorta verði hætt um næstu áramót. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu .

Þar segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri að tilgangurinn sé að auka hagkvæmni framkvæmdarinnar og spara notendum skattkorta umstang og fyrirhöfn og launagreiðendum óþarfa utanumhald.

Hann hefur því lagt til nýtt fyrirkomulag sem byggist á rafrænum upplýsingum til launþega og launagreiðenda. Þannig þurfi launamaður ekki lengur skattkort til að sýna launagreiðanda fram á hversu mikinn persónuafslátt hann á eftir.