*

laugardagur, 20. júlí 2019
Fólk 30. apríl 2012 17:01

Nýir yfirmenn hjá Iceland Express

Sigríður Helga Stefánsdóttir nýr viðskiptastjóri erlendra viðskipta og Alfa Lára Guðmundsdóttir ráðin markaðsstjóri Iceland Express.

Ritstjórn

 

Sigríður Helga Stefánsdóttir hefur verið ráðin í starf viðskiptastjóra erlendra viðskipta hjá Iceland Express. Þá hefur Alfa Lára Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í starf markaðsstjóra hjá félaginu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Iceland Express.

Þar kemur fram að Sigríður Helga hefur starfað sem verkefnisstjóri markaðssviðs Iceland Express frá árinu 2005. Sigríður er fædd árið 1977. Hún nam ferðamálafræði hjá Ferðamálaskóla Íslands árið 2000 og lauk BSc prófi í viðskipta og alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniskóla Íslands árið 2004. Hún vann hjá ferðaskrifstofunni Terra Nova með háskólanámi og á sumrin fram til ársins 2002, en þá hóf hún störf sem þjónustufulltrúi hjá SPRON til ársins 2005. 

Alfa er fædd árið 1978. Á árunum 1999 til 2003 starfaði hún á söluskrifstofu Icelandair. Hún nam viðskipta- og alþjóðamarkaðsfræði við Tækniskóla Íslands þaðan sem hún útskrifaðist með BSc próf árið 2004. Alfa Lára hóf störf sem birtingarstjóri hjá Skjánum árið 2005 og tók við starfi markaðsstjóra þar árið 2007 þar sem hún vann þar til hún kom til Iceland Express.

Sigríður Helga Stefánsdóttir.
Sigríður Helga Stefánsdóttir.