Aldrei í sögu Hveragerðisbæjar hefur verið veitt byggingarleyfi fyrir jafn mörgum nýbyggingum og á árinu 2005. Í frétt á heimasíðu bæjarins kemur fram að samtals voru veitt byggingarleyfi fyrir 102 íbúðum, 34 íbúðum í einbýli, 45 íbúðum í rað- eða parhúsum og 23 íbúðum í fjölbýli.

Stærð samþykkts íbúðarhúsnæðis á árinu er samtals 16.400 fermetrum og 59.500 rúmmetrum.

Þá var veitt byggingarleyfi fyrir samtals 670 fermetrum og 2.500 rúmmetrum af athafnahúsnæði á líðandi ári. Reikna má með að mikil breyting verði á þessu á næsta ári þegar nýjar athafnalóðir við Sunnumörk og Mánamörk verða byggingarhæfar en til stendur að bjóða til sölu byggingarétt á þeim lóðum á næstunni..

Loks var veitt byggingarleyfi fyrir tveimur nýjum hesthúsum á árinu, samtals 600 fermetrum og 2.000 rúmmetrum en aukinn áhugi er fyrir lóðum af því taginu í bæjarfélaginu.