Hluta­bréf líf­tækni­fyrir­tækisins Ocu­lis verða tekin til við­skipta í ís­lensku Kaup­höllinni á morgun. Auð­kenni fé­lagsins á aðal­markaði verður OCS, sam­kvæmt til­kynningu frá Nas­daq Iceland.

Fé­lagið lauk 59 milljóna dala hluta­fjár­aukningu, sem sam­svarar 8,2 milljörðum ís­lenskra króna, um miðjan apríl­mánuð.

Arcti­ca Finance hf. hafði yfir­um­sjón með skráningar­ferlinu og var ráð­gjafi við fjár­mögnunina. Lög­fræði­lega ráð­gjöf veittu lög­manns­stofurnar BBA/Fjeldco, Cool­ey LLP og Vischer AG. Fyrir­tækið lauk síðast 5,6 milljarða króna hluta­fjár­aukningu í júní 2023.

Fé­lagið verður því frá og með morgun­deginum tví­skráð hér á landi og á Nas­daq í New York en bréf fé­lagsins voru tekin til við­skipta þar fyrir rúmu ári síðan.

Sam­kvæmt Occu­lis hyggst fé­lagið nýta hlutafjáraukninguna til að efla og hraða klínískum prófunum fé­lagsins og auka við rekstrar­fé sitt sem nýtist í starf­seminni.

Stjórn­endur Ocu­lis gera ráð fyrir að þessi fjár­mögnun á­samt nú­verandi sjóðum fé­lagsins, verð­bréfum og skamm­tíma­fjár­festingum muni duga til að fjár­magna rekstur og fjár­festingar­þörf fé­lagsins inn á seinni helming ársins 2026.

Fé­lagið var upp­haf­lega stofnað á Ís­landi af þeim Einari Stefáns­syni og Þor­steini Lofts­syni árið 2003 og byggir lyfja­þróun sína á ára­löngum rann­sóknum ís­lenskra vísinda­manna við Há­skóla Ís­lands og Land­spítala.