Í skýrslu sem OECD ríkin birtu í gær segir að vænst sé að hagvöxtur á evrusvæðinu muni verða örlítið meiri en hann hefur verið næstu tvö árin, en að umbóta sé þörf til að sjá til þess að vöxturinn verði sjálfbær og til lengri tíma, segir í frétt Dow Jones.

Vænst er að landsframleiðsla muni aukast um 2,2% á þessu ári og 2,3% árið 2008.

Efnahagsbati á evrusvæðinu sem hófst árið 2005 ætti að gera það kleift að leggja meiri áherslu á möguleg langtímavandamál á evrusvæðinu, segir í skýrslunni.