Gjaldtaka ferðamanna hefur hafist á ferðamannastöðum í Mývatnssveit en ekki eru allir sammála henni.

Í morgun fundaði stjórn landeigendafélags Reykjahlíðar fundaði með Samtökum ferðaþjónustu vegna gjaldtöku á ferðamannastöðum í Mývatnssveit. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, segir að samtökin hafi upplýst landeigendur um áhyggjur ferðaþjónustunnar og mikilvægi þess að finna lausn í málinu. Þessu greinir Ríkisútvarpið frá.

Landeigendur fóru einnig á fund í ráðuneytinu í dag. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra, sagði í sjónvarpsfréttum í gær að gjaldtakan kæmi á óvart, sérstaklega í ljósi þess að Skútustaðahreppur hefur nú fengið 10 milljóna króna styrk til uppbyggingar á svæðinu. Hún sagðist þó ekki geta stöðvað gjaldtökuna, en verið væri að skoða lögfræðileg álitamál um samspil eignaréttar og almannaréttar.

Stjórn Félags leiðsögumanna áréttar í tilefni af gjaldtöku við Leirhnjúk og Hverarönd í Mývatnssveitað að félagið styður ekki gjaldtöku á ferðamannastöðum sem lagaleg óvissa ríkir um og brýnir fyrir félagsmönnum sínum að taka ekki þátt, á einn eða annan hátt, í slíkri gjaldtöku. Stjórnin hvetur jafnframt til þess að lokið verði sem allra fyrst þeirri vinnu sem snýr að útfærslu „náttúrupassa" sem heildstæðri, ásættanlegri lausn fyrir ferðaþjónustuna.