Öldungadeild bandaríska þingsins felldi í gær vinnumarkaðsfrumvarp Baracks Obama forseta. Alls greiddu 50 þingmenn atkvæði með frumvarpinu sem fól í sér 447 milljarða dala fjárfestingu á vinnumarkaði en 49 greiddu atkvæði gegn því. Til þess að frumvarpið næði fram að ganga þurfti hins vegar 60 atkvæði og því féll það.

Obama sagði síðar í yfirlýsingu að hann myndi halda málinu gangandi og reyna að vinna einstökum hlutum frumvarpsins brautargengi.