OPEC-ríkin hafa endurskoðað hráolíuframleiðsluþörf aðildarríkjanna vegna hægingu hagvaxtar í heiminum, en það þykir benda til að OPEC-ríkin muni minnka olíuframleiðslu á næstunni, segir í frétt Dow Jones.

Í mánaðarskýrslu OPEC-ríkjanna var olíuframleiðsluþörfin minnkuð um 320 þúsund olíuföt á dag og er nú framleiðsluviðmiðið 28,86 milljón olíuföt á dag. Fyrr í vikunni höfðu OPEC-ríkin tilkynnt að stefnu um ótakmarkaða olíuframleiðslu ríkjanna yrði óbreytt þrátt fyrir lækkandi hráolíuverð.

Í skýrslunni segir að minni eftirspurn á fyrri helmingi árs hafi orðið til þess að OPEC-ríkin endurskoðuðu spá sína og bentu á að aðeins 0,7% aukning hafi verið á eftirspurn eftir olíu í Bandaríkjunum yfir sumartíman, en aukningin hefur verið að meðaltali 1,6%, segir í fréttinni.